Starfsmenn HS Orku urðu fyrst varir við merki í borholum um yfirvofandi eldgos rétt áður en það hófst. Starfsmenn voru á svæðinu og fluttu þeir sig strax upp á Reykjanes.
Þetta segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, í samtali við mbl.is.
„Við erum að fylgjast vel með þessu og erum í samskiptum við Veðurstofuna og almannavarnir. Við erum í viðbragðsstöðu og tökum þátt í þessum viðbrögðum sem við getum,“ segir hann.
Tómas segir að fylgst sé með hraunstreyminu sem rennur í átt að Grindavíkurvegi. Engin ógn virðist af því enn sem komið er.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/20/beint_eldgos_hafid_vid_stora_skogfell/