Rauðglóandi kvikustrókarnir sem gusast upp úr um það bil 2,5 km langri sprungunni eru tignarlegir í myrkrinu.
Sprungan liggur á milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells og hefur verið að teygja sig í norðaustur.
Á myndskeiði ríkisútvarpsins sem tekið var í eftirlitsflugi með þyrlu Landhelgisgæslunnar sjást hrauntaumarnir sem renna frá sprungunni og mynda appelsínugular hraunbreiður.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/20/beint_eldgos_hafid_vid_stora_skogfell/