fim. 21. nóv. 2024 08:21
Fólk að virða fyrir sér eldgosið á áttunda tímanum í morgun.
„Sýndu enn og aftur hversu megnugir þeir eru“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að viðbragðsaðilar hafi enn og aftur sýnt hversu megnugir þeir eru þegar Grindavík og Bláa lónið voru rýmd á skömmum tíma eftir að eldgosið hófst í gærkvöld.

Þetta skrifar Bjarni í færslu á Facbook en sjöunda eldgosið hófst á Sundhnúkagígaröðinni klukkan 23.14 í gærkvöld sem er það sjötta á þessu ári.

„Hraun flæðir yfir Grindavíkurveg en að öðru leyti virðast innviðir ekki í hættu eins og stendur. Við fylgjumst hins vegar stöðugt með þróun mála. Gosið hefur ekki áhrif á flug og starfsemi flugvallarins er með eðlilegum hætti. Sem fyrr er hugur minn hjá Grindvíkingum sem enn þurfa að horfa á elda brenna við bæinn sinn,“ segir Bjarni á Facebook.

 

 

 

 

til baka