Sparisjóðurinn indó tilkynnti í dag um vaxtalækkanir. Lækkun á vöxtum á yfirdrætti og sparibaukum tekur gildi 3. desember næstkomandi en á debetreikningi þann 21. janúar 2025. Bæði er um að ræða lækkun á innláns- og útlánsvöxtum.
Breytingar á vöxtum eru:
Debetreikningar: Lækka um 1,00 prósentustig, niður í 2,75%.
Sparibaukar: Lækka um 0,50 prósentustig, niður í 7,60%.
Yfirdráttur í niðurgreiðslu: Lækkar um 0,75 prósentustig, niður í 13,50%.
Yfirdráttur án niðurgreiðslu: Lækkar um 0,75 prósentustig, niður í 15,50%.
Lækka yfirdráttarvexti umfram lækkun Seðlabanka
Innlánsvextir lækka á móti
Til að mæta þessari lækkun á útlánavöxtum lækkaði bankinn einnig vexti á veltiinnlánum meira en stýrivextir lækkuðu.
„Við teljum mikilvægt að vaxtabyrði heimila lækki með skýrum og merkjanlegum hætti. Með þessu getum við boðið enn hagstæðari lánakjör og leggjum áherslu á að lækka vexti á debetreikningum frekar en á sparibaukum. Þannig viljum við hvetja áfram til sparnaðar á sama tíma og við lækkum vaxtabyrði af lánunum,“ bætir Haukur við.