fim. 21. nóv. 2024 12:07
Frá eldstöðvunum í nótt.
Gosstöðvarnar ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn

Gosstöðvarnar eru ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn við núverandi aðstæður að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum en eldgos hófst á Sundhnúkagígaröðinni klukkan 23.14 í gærkvöld.

„Fylgst er vel með framvindu hraunrennslis og gasmengun á svæðinu. Íbúar eru beðnir að fylgjast vel með upplýsingum á vefsíðum og samfélagsmiðlum almannavarna og orku- flutnings- og veitufyrirtækjanna HS Orku, HS Veitna og Landsnets ef breytingar verða á stöðu innviða á Reykjanesi,“ segir í tilkynningunni.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/21/ma_segja_ad_thetta_gos_hafi_thjofstartad/

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákvað í gærkvöldi að fara á neyðarstig vegna eldgossins og var samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð á sama tíma.

Í tilkynningunni kemur fram að viðbragðsaðilar hópur vísindamanna og einstaklingar á vegum Blaðamannafélags Íslands, með vísan til samkomulags félagsins við lögreglustjórann á Suðurnesjum, er heimilt að fara inn fyrir lokunarpósta við Grindavíkurveg, Nesveg og Suðurstrandarveg.

Bláa lónið lokað

Vakin er athygli á því að inn á merkt vinnusvæði fara menn ekki nema með samþykki þeirra sem stjórna þar aðgerðum.  Íbúar og starfsmenn fyrirtækja  hafa sömu heimild.  Á hættustundu/neyðarstigi almannavarna er lögreglustjóra heimilt að vísa á brott eða fjarlægja fólk af hættusvæði.  

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/21/beint_eldgos_hafid_vid_stora_skogfell/

Þá kemur fram að lokað sé í Bláa lónið og Northern Light Inn og að lokunarpóstar hafi verið settir upp við Grindavíkurveg, Nesveg og Suðurstrandarveg.  Flóttaleiðir eru um Nesveg og Suðurstrandarveg. 

Viðbragðsaðilar eru við störf í Grindavík og lögregla og slökkvilið sinna lögbundnu eftirliti í bænum eins og verið hefur.  Þá er sjúkrabíll staðsettur í Grindavík alla daga á dagtíma.

 

 

til baka