„Ég fagna þessum degi gríðarlega. Það er ekki vafi að þessi framkvæmd er stór áfangi í samgöngusögu Íslands. Hún mun fækka slysum, stytta ferðatíma þeirra fjölmörgu sem fara um þetta svæði á degi hverjum. Hún mun draga úr mengun í þéttbýlinu og gefa sveitarfélaginu möguleika á að þróa byggðina við Austurveg. Þetta mun stuðla að framförum og aukinni velsæld um ókomin ár,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála-, efnahags- og innviðaráðherra, eftir að verksamningur vegna byggingar brúar yfir Ölfusá var undirritaður.
Má líkja við Hvalfjarðargöngin
Eftir undirritunina í gær var gengið að brúarstæðinu þar sem Sigurður Ingi tók fyrstu skóflustunguna á stórvirkri gröfu.
„Verkið er af samskonar stofni og Hvalfjarðargöngin þar sem verktakinn framkvæmir verkið og síðan er innheimt gjald af umferðinni eftir að verkinu lýkur til þess að borga niður fjárfestinguna. Með því að setja hönnunina með í verkið erum við að stíga nýtt skref inn á spennandi braut,“ segir Sigurður Ingi.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.