sun. 29. des. 2024 16:00
Þessa er ljúft að bera fram með þeyttum rjóma.
Valhnetukaka með brúnuðu smjöri og súkkulaði

Þessa köku er tilvalið að baka um áramótin. Brúnaða smjörið og hneturnar gefa henni svolítið kryddað og framandi bragð. Þetta tekur ekki langan tíma að baka kökuna en hún geymist vel í 3-4 daga. 

Valhnetukaka með brúnuðu smjöri og súkkulaði

u.þ.b. 12 bitar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C og stillið á blástur.
  2. Þurrristið hneturnar á pönnu við meðalhita í 8-10 mínútur eða þar til þær hafa brúnast aðeins en passið að þær brenni ekki.
  3. Bræðið smjörið í skaftpotti við meðalhita, eldið það áfram í u.þ.b. 2 mínútur, hrærið reglulega í smjörinu og skrapið botninn á meðan það brúnast.
  4. Setjið smjörið í hrærivélarskál og látið kólna aðeins, u.þ.b. 5 mínútur.
  5. Látið sykurinn saman við ásamt eggjum og þeytið vel saman eða þar til blandan er orðin ljós og létt, u.þ.b. 4-5 mínútur.
  6. Látið jógúrt, vanilludropa, salt og múskat saman við og blandið saman á rólegum hraða.
  7. Bætið nú hveiti, matarsóda og lyftidufti út í blönduna og hrærið saman með sleikju.
  8. Smyrjið vel 20 x 20 cm form, setjið smjörpappírsrenning ofan í sem nær út fyrir formið. Þetta er gert svo auðvelt sé að ná kökunni úr forminu með einu handtaki.
  9. Saxið hneturnar og súkkulaðið í grófa bita. Setjið helminginn af deiginu í formið og látið helminginn af súkkulaðinu og hentunum ofan á, setjið svo restina af deiginu ofan á og að lokum hinn helminginn af hnetunum og súkkulaðinu.
  10. Hellið hlynsírópinu jafnt ofan á og látið inn í ofninn.
  11. Bakið kökuna í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í hana miðja kemur þurr út.
  12. Látið kökuna kólna á kökugrind í 10-15 mínútur, takið þá úr forminu og látið kólna alveg.
  13. Berið fram með þeyttum rjóma.
til baka