Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur er heimilt að afgreiða breytingu á núverandi deiliskipulagi fyrir JL-húsið Hringbraut 121 sem felur í sér sértækt búsetuúrræði á lóðinni. Þetta er niðurstaða lögfræðideildar skrifstofu stjórnsýslu og gæða hjá Reykjavíkurborg.
„Sú ráðagerð að húsnæðið verði notað að hluta til tímabundinnar dvalar umsækjenda um alþjóðlega vernd felur ekki í sér aðra eða víðtækari notkun en fylgir húsnæði á verslunar- og þjónustusviðum,“ segir m.a. í minnisblaði lögfræðideildarinnar.
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. nóvember sl. var lögð fram umsókn Yrkis arkitekta ehf. um breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.520, Lýsisreits, vegna lóðarinnar nr. 121 við Hringbraut.
Var beiðnin samþykkt, enda væri hún í samræmi við aðalskipulag fyrir svæðið. Þá teldist umfang starfseminnar óverulegt.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag