lau. 7. des. 2024 17:27
Ökumaður var óslasaður eftir veltuna.
Bílvelta í Garðabæ

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um bílveltu við Hlíðsnesveg í Garðabæ fyrr í dag. Ökumaðurinn var ekki slasaður.

Þetta segir innivarðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is.

Hann segist ekki vita hvort ökumaðurinn hafi verið fluttur með sjúkrabíl á gjörgæslu.

til baka