lau. 7. des. 2024 18:55
Hinir slösuðu voru fluttir með þyrlu til Reykjavíkur.
Þrír fluttir með þyrlunni á sjúkrahús

Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrr í dag vegna alvarlegs umferðarslyss tveggja bifreiða sem varð austan Seljalandsfoss á Suðurlandsvegi. Hinir slösuðu voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík.

Þetta segir Einar Sigurjónsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

Aðspurður getur Einar ekki sagt til um ástand hinna slösuðu að svo stöddu.

Fyrr í dag var greint frá því að þyrla Landhelgisgæslunnar hefði verið kölluð út vegna umferðarslyss. 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/12/07/thyrlan_kollud_ut_vegna_umferdarslyss/

til baka