mán. 30. des. 2024 08:00
Syndsamlega gott „ Vanillu créme brulée“ með hindberjafyllingu verður áramótaeftirrétturinn sem Ísak Aron Jóhannsson fyrirliðið íslenska kokkalandsliðisins ætlar að bjóða upp á.
Ísak gerir syndsamlega gott „Vanillu créme brulée“ með hindberjafyllingu

Landsliðskokkurinn og fyrirliðinn hæfileikaríki, Ísak Aron Jóhannsson, ætlar að bjóða upp á skotheldan áramótaeftirrétt á gamlárskvöld. Hér er á ferðinni syndsamlega ljúffengt „Vanillu créme brulée“ með hindberjafyllingu sem á eftir að gera gestina orðlausa af hrifingu.

 

„Vanillu créme brulée“ með hindberjafyllingu

Fyrir 6

Aðferð:

  1. Setjið mjólk, rjóma, sykur og vanillustöng saman í pott og leyfið suðunni að koma upp.
  2. Takið síðan pottinn af hellunni og leyfið blöndunni að taka sig í um það bil 10 mínútur.
  3. Fjarlægið vanillustöngina.
  4. Setjið eggjarauður í hrærivélaskál og þeytið þær á meðan þið hellið mjólkurblöndunni í bunu saman við.
  5. Fjarlægið froðuna sem myndast og deilið „créme brulée“-grunninum í skálarnar með hindberjafyllingunni, sjá uppskrift fyrir neðan.
  6. Bakið í ofni við 90°C hita í u.þ.b. 45-60 mínútur.
  7. Leyfið að kólna við stofuhita og berið fram með því að brenna hrásykur ofan á „créme brulée-inu.“

Hindberjafylling

Aðferð:

  1. Byrjið á að setja hindber í pott ásamt sykri og leyfið suðunni að koma upp.
  2. Takið pottinn af hitanum.
  3. Hrærið í hindberjunum þangað til þau byrja að brotna niður og mynda eins konar sultu, takið af hita og bætið við rifnum berki af tveimur límónum.
  4. Setjið hindberjafyllingu í sérhverja skál og leyfið að kólna í frysti meðan þið gerið „créme brulée-ið.“
til baka