þri. 24. des. 2024 08:00
Rúllutertan hans Finns Prigge með ítölsku smjörkremi kemur með jólin.
Rúlluterta með ítölsku smjörkremi að hætti Finns

Finnur Prigge, bakarinn knái og meðlimur í landsliði íslenskra bakara, á heiðurinn af aðfangadagsuppskriftinni. Hann er einstaklega hæfileikaríkur bakari og er iðinn við að þróa uppskriftir sem eiga sér sögu með glæsilegri útkomu.

 

Finnur býður lesendum upp á jólalega rúllutertu með ítölsku smjörkremi sem er ómótstæðilega góð. Ilmurinn er lokkandi og freistandi að fá sér sneið af þessari fegurðardís.

„Ég nota ítalskt smjörkrem í mína rúllutertu vegna þess að mínu mati er þetta langbesta smjörkremið, alla vega það besta sem ég hef smakkað. Uppskriftina fékk ég í Þýskalandi þegar ég vann þar í 2 mánuði. Í ítölsku smjörkremi er enginn flórsykur og þess vegna hefur það einstaklega létta og slétta áferð auk þess að vera ekki of sætt,“ segir Finnur sem er kominn í hátíðarskap.

 

Hér má sjá handbragð Finns við baksturinn og samsetninguna en hann fer leikandi létt með að rúlla þessari tertu upp og óskar öllum gleðilegra jóla.

@finnur_prigge Rúlluterta🎄 uppskrift á mbl.is á morgun👨‍🍳#fyrirþig #christmas #forupage #fyp #iceland ♬ Christmas Music - Memusic

 

 

Rúlluterta með ítölsku smjörkremi

Botn

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 230°C hita með blæstri.
  2. Þeytið egg og púðursykur í hrærivél þar til blandan verður létt og ljós.
  3. Sigtið þurrefnin á bökunarpappír og setjið út í eggjablönduna ásamt mjólkinni.
  4. Hrærið þetta varlega saman með sleikju.
  5. Skiptið deiginu jafnt á 2 bökunarplötur klæddar bökunarpappír.
  6. Smyrjið jafnt út í eins fáum strokum og hægt er til þess að sprengja ekki loftið í deiginu.
  7. Bakið í um það bil 6-8 mínútur.

Ítalskt smjörkrem

Aðferð:

  1. Setjið sykur og vatn í pott.
  2. Setjið eggjahvítur og sykur í hrærivél.
  3. Þegar sykurvatnið byrjar að sjóða setjið þá hrærivélina í botn, en ekki slökkva á hitanum undir pottinum.
  4. Þegar eggjahvíturnar eru orðnar stífþeyttar hellið þá sykurvatninu í mjórri bunu út í og hafið hrærivélina stillta á miðlungshraða.
  5. Þeytið í 5 mínútur og setjið svo smjörið út í nokkrum hlutum og þeytið þar til nánast skjannahvítt.
  6. Bætið síðast vanilludropunum út í eftir smekk.

Samsetning

  1. Stráið sykri yfir botnana og snúið þeim við á annan bökunarpappír.
  2. Skiptið smjörkreminu jafnt á báða botna og smyrjið út.
  3. Rúllið upp og frystið yfir nótt.
  4. Skiptið kökunni niður á meðan hún er frosin til þess að fá skurðinn hreinan.
  5. Berið síðan fram með hátíðarbrag og njótið með ískaldri mjólk. 
til baka