þri. 24. des. 2024 08:30
Örn er duglegur að ferðast.
Örn Árnason heldur jólin á fjarlægum og framandi slóðum

Örn Árnason, leikari og leiðsögumaður, heldur jólin á fjarlægum og framandi slóðum í ár, en hann er staddur í Egyptalandi ásamt hópi ævintýraþyrstra ferðalanga. Örn deildi skemmtilegri færslu á samfélagsmiðlum á sunnudag og gaf fylgjendum sínum innsýn í ferðalagið.

„Meðan Ísland rennir sér í gegnum stjórnarskipti renndum við okkur í gegnum dal konunganna og musteri Hatsepsut. Við erum sem sagt í Egyptalandi og gistum núna á bökkum Nílar og kallarinn biður bænir… þetta er ævintýri, maður lifandi,“ skrifaði Örn við myndaseríuna.

Egyptaland er sögufrægt land sem státar af einni elstu siðmenningu í heimi og er því margt að upplifa og skoða fyrir forvitna ferðalanga.

https://www.mbl.is/frettir/burdargrein/2024/03/12/ragga_nagli_nytur_lifsins_i_egyptalandi/

Örn er ekki eini Íslendingurinn sem hefur ferðast á slóðir faraósins á árinu.

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, heimsótti Egyptaland ásamt eiginmanni sínum, Snorra Steini Þórðarsyni, í mars og uppfyllti þannig langþráðan draum.

View this post on Instagram

A post shared by Örn Árnason (@arnasonorn)

 

 

 

til baka