fim. 26. des. 2024 11:12
Enginn hætta virtist vera á staðnum.
Tilkynnt um mann með hníf sem reyndist ekki vera

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann með hníf í Hlíðahverfi í Reykjavík nú fyrir skömmu.

Sérsveit ríkislögreglustjóra, sjúkrabílar og lögreglumenn voru sendir á vettvang en kom þá í ljós að engin hætta var á staðnum og átti tilkynningin ekki við rök að styðjast. 

Þetta segir Ásmundur Rúnar, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. 

Segir hann að viðbúnaðurinn hafi verið svona mikill í ljósi þess hvernig tilkynningin var en sérsveitin er ávallt kölluð til þegar grunur er um vopnaðan einstakling.

 

til baka