fim. 26. des. 2024 15:48
Fjöldi Rússa hafa verið beitti refsingum þar í landi vegna andstöðu sinnar við átökin í Úkraínu.
Rússnesk kona sakfelld fyrir landráð

Rússnesk kona hefur verið dæmd í 15 ára fangelsi fyrir landráð fyrir að vinna fyrir Úkraínu, að því er kemur fram í tilkynningu frá saksóknaraembættinu í Rússlandi. 

Konan heitir Oksana Senejuk og hefur starfað sem sérfræðingur í borgarskipulagi og arkitektúr. Auk þess að þurfa að sæta fangelsisvist í 15 ár er henni einnig skylt að greiða 200 þúsund rúblur í sekt eða það sem nemur rúmlega 278 þúsund íslenskum krónum. 

Rússneskir saksóknarar sögðu að maður í úkraínsku leyniþjónustunni hefði ráðið Senejuk til starfa árið 2015 fyrir þáverandi ríkisstjórn í landinu. Á maðurinn að hafa haft samband við Senejuk á ný í mars á þessu ári þar sem hann skipaði henni að afhenda upplýsingar og ljósmyndir sem aðstoðaði Úkraínumenn við að finna skip rússneska Svartahafsflotans, segir í tilkynningunni. 

Fjöldi fólks hefur verið sakfelldur fyrir landráð og njósnir í Rússlandi frá því að Rússar hófu innrás í Úkraínu fyrir tæpum þremur árum. Hafa þau öll hlotið þunga dóma. 

 

 

til baka