Lukasz Fabianski, markmaður West Ham í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, var borinn af velli í leik liðsins gegn Southampton í dag.
Leikurinn var stöðvaður í sjö mínútur á meðan að hlúið var að Fabianski sem fékk höfuðhögg eftir hornspyrnu þegar um hálftími var liðinn af leiknum.
Stuttu fyrir það fór varnarmaðurinn Max Kilman, lykilleikmaður West Ham, einnig meiddur af velli en staðan var 0:0 í hálfleik.