fim. 26. des. 2024 18:12
Liverpool og Leicester mætast á Anfield á eftir.
Þoka á Anfield

Liverpool mætir Leicester City á heimavelli í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu klukkan 20 í kvöld en mikil þoka er á Anfield.

Leik Tranmere Rovers gegn Accrington Stanley sem átti að fara fram fyrr í dag í Merseyside var frestað vegna þoku en Liverpool-leikurinn er enn á dagskrá.

Liverpool er á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forskot og á tvo leiki til góða á Chelsea sem er í öðru sæti.

 

 

 

til baka