fim. 26. des. 2024 19:25
Ótrúleg dramatík í Lundúnum (myndskeið)

Fulham vann dramatískan sigur á Chelsea, 2:1, á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Cole Palmer kom Chelsea yfir á 16. mínútu en Harry Wilson jafnaði á 82. mínútu og Rodrigo Muniz gerði sigurmarkið á fimmtu mínútu uppbótartímans.

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir neðan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

til baka