Dean Henderson var hetja Crystal Palace er liðið gerði jafntefli á útivelli gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, 0:0.
Bournemouth fékk fjölmörg færi til að skora en Henderson varði nokkrum sinnum virkilega vel og því fór sem fór.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.