fim. 26. des. 2024 21:30
Rautt spjald og Tottenham í vandræðum

Tottenham hefur aðeins unnið tvo leiki af síðustu níu eftir tap fyrir Nottingham Forest á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Lokatölur urðu 1:0 en Anthony Elanga skoraði sigurmarkið og skaut Forest upp í þriðja sæti. Djed Spence fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt hjá Tottenham í seinni.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

til baka