Flestar mæður yfir þrítugt, sem nota TikTok sér til afþreyingar, hafa líklega tekið eftir óvæntu „trendi“ síðustu vikur. Þar á í hlut leikari sem er stjarna meðal barna – en virðist nú líka vera kominn í sérstakt uppáhald hjá mörgum mömmum.
#mömmuryfir30
Clayton Grimm, sem fer með hlutverk barnapersónunnar Blippi, hefur óvænt vakið mikla hrifningu meðal mæðra á TikTok. Myndbönd hans eru það sem margir kalla „þorstagildrur“ (e. thirst traps) og hafa fengið gríðarlega góð viðbrögð. Með myllumerkinu #momsover30 og sínum einstöku Blippi-hreyfingum hefur hann náð að slá í gegn hjá þessum nýja hópi.
Í lok síðasta árs hóf Clayton að birta myndbönd á TikTok þar sem hann hvatti fylgjendur til að „horfa á Blippi“. Með sniðugu hljóði úr Gilmore Girls og einkennandi Blippi-danshreyfingum við lagið Breathe eftir Olly Alexander, náði hann strax athygli.
Viðbrögðin létu ekki á sér standa, og mæður voru fljótar að lýsa því hversu mikið þær höfðu nú allt í einu fengið áhuga á að horfa á Blippi með börnum sínum. Á nokkrum vikum deildi Clayton tugum myndbanda þar sem hann dansaði á ýmsum stöðum, meðal annars í hljóðveri og á golfvelli.
Clayton, sem er útskrifaður úr Tisch-listaskóla NYU, hefur leikið Blippi síðan 2019 og notið mikilla vinsælda í því hlutverki. Blippi sjálfur var upphaflega skapaður af Stevin John árið 2014 til að mæta þörf fyrir gæðaefni fyrir börn á stafrænum miðlum.
Hér að neðan höfum við tekið saman nokkur af vinsælustu myndböndum Claytons ásamt skemmtilegustu viðbrögðum mæðra sem fylgja honum á TikTok.