lau. 25. jan. 2025 16:00
Áttu gamla kaðlapeysu sem er búin að vera inni í skáp ónotuð allt of lengi?
Breyttu kaðlapeysu í húfu og trefil

Saumskapur er móðins um þessar mundir, sem er ekkert skrýtið, því það er ekkert eðlilega notalegt að sitja við saumavél og búa til eitthvað falleg. Það er líka góð núvitund því það er eiginlega ekki hægt að gera neitt annað á meðan eins og skrolla í símtæki. Svo ekki sé minnst á hvað það er umhverfisvænt að búa til nýjar flíkur úr gömlum fötum í stað þess að reykspóla inn á vefsíður og setja einnota flíkur í körfur. 

TikTok-síðan wlstaples lumar á góðum hugmyndum fyrir þá sem vilja alls ekki henda neinu og vilja gefa gömlum lörfum nýtt líf. 

Í þessu myndbandi er hægt að læra að búa til smart húfu og trefil úr gamalli ullarpeysu. En þar eru líka leiðbeiningar um það hvernig megi sauma tösku úr gömlum gallabuxum og hvernig er hægt að sauma sólarlandahatt frá grunni. 

@wlstaples #Oldclothingrenovation ♬ original sound - wlstaples

 



til baka