lau. 1. feb. 2025 08:30
Fegurðin er allt umlykjandi.
Rosalegt hús til leigu í Borgarnesi

Á milli sjávar og fjalla í Borgarnesi er fallegt og heillandi hús til leigu. Húsið er innréttað á minimalískan hátt og er auglýst á leigusíðunni AirBnb. Húsið er staðsett í Hafnarskógi, nálægt sjónum með dásamlegu útsýni. 

Í lýsingu hússins segir að það sé búið að tengja tvö hús saman í eitt og það sé fullkomið fyrir tvö pör. Þetta gæti líka hentað fjölskyldu en í húsinu eru tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi. 

Þetta er steinsnar frá Reykjavík en Hafnarskógur er í aðeins klukkustundar akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Þetta hús er tilvalið fyrir helgarferð þeirra sem vilja gera vel við sig í fallegu umhverfi.

 

 

til baka