sun. 26. jan. 2025 12:01
Björk á sviði. Cornucopia er mikið sjónarspil sem dynur á öllum skynfærum.
Mikilvægt að byggja brýr

„Það er hlutverk tónlistarfólks að finna rúm fyrir sál og tilfinningar í hverri tækninýjung. Ef við gerum það ekki, hver á þá að gera það?“ Þessi hugleiðing er ein af mörgum sem spratt upp úr bústnu viðtali sem blaðamaður átti við Björk Guðmundsdóttur í vikunni. Tilefnið var Cornucopia, kvikmynd sem byggir á samnefndri tónleikasýningu sem Björk hefur sett upp um heim allan á síðustu fimm árum eða svo.

Í spjallinu snertir Björk á tilgangi sýningarinnar ásamt því að fara ofan í hugmyndir sínar um tækni, umhverfið, náttúruna og hvað það er sem felst í því að vera manneskja.

 

Leðjuslagir eru tilgangslausir

Einnig komum við inn á hljóðfærafræði, feðraveldið og grímurnar sem hafa verið visst einkenni hennar. Einnig drepum við á umhverfisfræðum en þau hafa verið henni einkar hugleikin síðustu árin (þess má geta að listakonan talaði inn á heimildamynd um sveppi fyrir rúmu ári síðan). Um umhverfið og aðgerðir þar að lútandi segir hún m.a.: „Það er tilgangslaust að vera í grjótkasti og leðjuslag sem hefur ekkert upp á sig, málið er mun frekar að byggja brýr og benda á punkta sem við eigum öll sameiginlega.“

Það var dagljóst að þetta mál hefur hún hugsað ofan í kjöl eins og svo margt annað, þessi magnaði hugur sem hún er.

Nánar er rætt við Björk í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

til baka