Ýmsir þekktir sjálfstæðismenn létu sjá sig á blaðamannafundi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í dag þar sem hún tilkynnti að hún sæktist eftir formennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi í lok febrúar.
Þó sást ekki til nokkurs þingmanns Sjálfstæðisflokksins á fundinum, að Áslaugu undanskildri.
En meðal gesta voru fyrrverandi þingmenn og ráðherrar, bæði núverandi og fyrrverandi borgarfulltrúar flokksins og hið ýmsa fólk úr atvinnulífinu.
Auk þess var mótframbjóðandi Áslaugar á svæðinu, Snorri Ásmundsson myndlistamaður.