sun. 26. jan. 2025 17:00
Bjarni Bjarnason, fyrrverandi forstjóri Orkuveitunnar og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Gagnrýnir starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur harðlega

Forstjóri Landsvirkjunar segir að fullyrðingar starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur um að ekki væri þörf á frekari orkuöflun mjög bagalegar. Stefnubreyting hafi orðið en enn starfi hjá fyrirtækinu talsmenn þessa viðhorfs.

Fullyrðingar úr ranni fyrirtækisins hafi reynst skaðlegar og gert honum og öðrum sem vöruðu við því að skortur á raforku væri yfirvofandi, erfitt fyrir.

Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Hörð Arnarson á vettvangi Spursmála. Gagnrýni hans má sjá og heyra í spilaranum hér að ofan.

 

Beinist meðal annars að fyrrverandi forstjóra

Þegar hann er spurður hvort gagnrýni hans sé einkum beint að Bjarna Bjarnasyni, fyrrverandi forstjóra Orkuveitunnar, viðurkennir hann að svo sé en að hjá fyrirtækinu séu enn einstaklingar sem haldið hafi fram sömu sjónarmiðum og forstjórinn fyrrverandi.

Þá gagnrýnir Hörður einnig fjölmiðla sem ekki hafi spurt gagnrýnna og réttra spurninga um það hvernig samfélagið hygðist mæta orkuþörf til frambúðar.

mbl.is

Mikla athygli vakti þegar Bjarni hélt þessu fram, meðal annars í viðtali í ViðskiptaMogganum 2020. Voru ýmsir sem fögnuðu yfirlýsingu forstjórans, meðal annars Tryggvi Felixson, formaður Landverndar sem sagði yfirlýsinguna sæta miklum tíðindum.

mbl.is

Það vakti ekki minni athygli í ársbyrjun 2024 þegar tilkynnt var að fyrrnefndur Bjarni hefði tekið sæti í fagráði Landverndar. En þá var um hálft ár liðið frá því að hann hvarf úr forstjórastólnum hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

mbl.is

Á þeim tíma sem hann gegndi starfi forstjóra var Orkuveitunni talsvert legið á hálsi fyrir að draga lappirnar við frekari orkuöflun. Nú kveður hins vegar við annan tón og hefur Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri fyrirtækisins, tilkynnt um stórtæk virkjanaáform, meðal annars í Ölfusi.

mbl.is

Viðtalið við Hörð má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:

 

 

til baka