mán. 27. jan. 2025 06:28
Nicole Young var sett í pásu frá Selling Sunset.
Þvertekur fyrir að hafa verið rekin

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Gríðarlega mikið drama hefur víst verið í gangi í tökum á þáttunum Selling Sunset, þar sem við fylgjumst með fasteignasölunum hjá Oppenheimer-bræðrunum. 

View this post on Instagram

A post shared by The Oppenheim Group (@theoppenheimgroup)

 

Dramað er að sjálfsögðu á milli Nicole Young og Chrishell Stause, sem hafa eldað grátt silfur saman síðan Nicole mætti til leiks. 

 

Ég hef áður sagt ykkur frá þeirra drama, en það varð víst svo slæmt rétt fyrir jólin að Nicole fékk símtal frá framleiðendunum þar sem þeir sögðu við hana að þeir ætluðu að setja pásu á hennar söguþráð í þáttunum til að vernda hana fyrir ástandinu sem var búið að skapast.

https://k100.mbl.is/frettir/2024/11/18/stjornur_sem_hegda_ser_eins_og_i_menntaskola_dramad/

Sögusagnir fóru á flug fyrir helgi um að búið væri að reka Nicole úr þáttunum en hún segir þær sögur ekki vera sannar.

View this post on Instagram

A post shared by Nicole Young (@itsnicoleyoung)

 

Hún hafi ekki verið rekin, heldur einungis sett í smá pásu á meðan ástandið róaðist. Hún segist hins vegar vera að endurskoða hug sinn um það hvort hún snúi aftur. Þetta nýjasta drama snerist um Nicole, Chrishell og Emmu og við fáum eflaust að sjá um hvað málið snýst von bráðar. 

View this post on Instagram

A post shared by MsMojo (@mswatchmojo)

 

 

til baka