mán. 27. jan. 2025 11:15
Mörg kvikmyndahús hafa brugðið á það ráð að endursýna myndir.
Endursýningar gott ráð við skorti

Mikil aðsókn hefur verið á sýningar á gömlum klassískum kvikmyndum í Sambíóunum að undanförnu. Þorvaldur Árnason framkvæmdastjóri Sam-film segir þessa hugmynd upphaflega hafa orðið til í kórónuveirufaraldrinum.

„Við þurftum þá að finna gamlar myndir til að fylla upp í með. Ég man að árið 2020 sýndum við um 37 gamlar myndir, og þar af voru margar sem gerðu mjög vel.“ Þorvaldur segir að það hafi verið greinilegur áhugi fyrir hendi á endursýningum, og þá sérstaklega meðal ungs fólks. „Þá var kannski yngra fólk sem hafði aldrei upplifað þessar myndir í bíó og hafði áhuga á að upplifa þær þar.“

Færri stórar kvikmyndir frá Hollywood hafa verið frumsýndar undanfarið en áður og má rekja það til verkfalls félagsmanna í stéttarfélagi sjónvarps- og kvikmyndaleikara í Bandaríkjunum. Stóð verkfallið í sex mánuði árið 2023. Það seinkaði frumsýningum fjölda kvikmynda.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

 

til baka