mán. 27. jan. 2025 09:40
Flutningaskipið Vezhen sést hér liggja við akkeri skammt frá Karlskrona í Svíþjóð.
Svíar veittu skipi eftirför

Sænska landhelgisgæslan hafði afskipti af búlgörsku flutningaskipi eftir að hafa veitt því eftirför á Eystrasaltinu. Grunur leikur á að skipið hafi átt þátt í því að ljósleiðari, sem liggur á milli Svíþjóðar og Lettlands, hafi skemmst.

Alexander Kalchev, forstjóri skipafélagsins Navigation Maritime Bulgare, sem á skipið sem nefnist Vezhen, greindi frá aðgerðum sænsku strandgæslunnar.

Var skipinu gert að sigla inn í sænska landhelgi þar sem það liggur nú við akkeri og bíður rannsóknar sem stendur yfir.

Kalchev neitar því að skipið beri ábyrgð á skemmdarverkum.

 

til baka