Ange Postecoglou, knattspyrnustjóri Tottenham, var ekki í góðu skapi í gær eftir 2:1-tap liðsins gegn Leicester í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í Lundúnum.
Tottenham komst yfir í leiknum með marki frá Richarlison á 33. mínútu en Leicester skoraði tvö mörk í síðari hálfleik og fagnaði sigri.
https://www.mbl.is/sport/enski/2025/01/26/baulad_akaflega_i_leikslok_myndskeid/
Þetta var fjórði ósigur Tottenham í röð í deildinni og þá hefur liðið aðeins fengið eitt stig úr síðustu sjö deildarleikjum sínum.
Stuðningsmenn Tottenham virðast vera að missa þolinmæðina gagnvart Postecoglou og létu hann heyra það þegar hann gekk af velli í gær.
„Þú munt fara með okkur niður um deild,“ lét einn stuðningsmaður liðsins út úr sér og Postecoglou virtist ekki skemmt yfir ummælunum enda gerði hann sér sér ferð út úr leikmannagöngunum til þess að senda stuðningsmanninum illt auga.