Nýr skotpallur á Hjaltlandseyjum tekinn í notkun í haust Meira
Um þúsund hótelherbergi bætast við markaðinn í Reykjavík þegar uppbyggingu fjögurra nýrra hótela og stækkun tveggja hótela verður lokið eftir þrjú ár. Eitt þessara hótela er fyrirhugað Moxy-hótel í Bríetartúni en það tilheyrir Marriott-keðjunni Meira
Vill að nafni Brúarinnar milli heimsálfa verði breytt • Reykjanes, Norður-Ameríka og Evrasía • Er á skilum fleka en ekki heimsálfanna, segir jarðeðlisfræðingur • Breiðum ekki út misskilning Meira
Eiginkona mannsins, sem lést eftir atvik í húsi sínu við Súlunes í Garðabæ á föstudag, var einnig send á sjúkrahús svo að hlúa mætti að henni. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Sá látni hét Hans Roland Löf, tannsmiður, fæddur 1945 Meira
Gjaldkera Faxaflóahafna boðið starf í eldhúsinu • Hundsuð ítrekað • Æpt á hana og talað niður til hennar • Tíu hætt störfum undanfarin misseri • Lélegur starfsandi • Starfsmaður kveið hverjum degi Meira
Hagrætt á Seltjarnarnesi • Frekari aðgerðir í skoðun Meira
Heimsóknir leikskólabarna og aðrir viðburðir hafa verið takmörkuð Meira
Veitur áforma að banna einkabílinn í landi Heiðmerkur l Umferð verður stýrt á bílastæði í jaðri útivistarsvæðisins Meira
Stórtækir íbúðareigendur eiga 21% íbúða í Reykjavík skv. greiningu HMS Meira
Jónas Ingimundarson píanóleikari lést á Landspítalanum við Hringbraut 14. apríl, 80 ára að aldri. Jónas fæddist 30. maí 1944 á Bergþórshvoli í Vestur-Landeyjum, sonur þeirra Guðrúnar Kristjánsdóttur og Ingimundar Guðjónssonar Meira
Íslensk og bresk stjórnvöld eiga í samráði vegna fyrirhugaðra geimskota Meira
Takmörkuð tækifæri fyrir einstaklinga með þroskahömlun Meira
Öllum börnum sem fædd eru í júní 2024 og eldri var boðið leikskólapláss á leikskólum Kópavogs í fyrri úthlutun í leikskóla fyrir haustið. Yngstu börn verða því fjórtán mánaða þegar aðlögun hefst í leikskólum Kópavogs að loknu sumarfríi Meira
Fjármálaráð gagnrýnir áform um að tengja örorku- og ellilífeyrisbætur launavísitölu • Bótaþegum gert hærra undir höfði en launþegum • Fjármálaráðuneytið áður varað ríkisstjórnina við slíkri útfærslu Meira
Skíðavikan fór af stað í gær með skíðagöngu í hjarta bæjarins • Frítt inn á Aldrei fór ég suður • Hátíðin orðin 20 árs • Bæjarstjórnirnar í Bolungarvík og á Ísafirði etja kappi í skíðagöngu Meira
Um þúsund hótelherbergi á sex hótelum koma á markaðinn í Reykjavík á næstu misserum l Sérfræðingur í hótelrekstri segir breytingar á Airbnb-markaðnum geta stutt rekstur hótelanna Meira
Íraninn Parham Magsoodluu varð einn efstur á 38. Reykjavíkurskákmótinu sem lauk á þriðjudaginn í Hörpu. Magsoodluu hlaut 7½ vinning af 9 mögulegum en þar á eftir komu 10 skákmenn í 2.-11 Meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur gengið frá samningum við núverandi leigusala um áframhaldandi leigu á þremur þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna. Nýir samningar gilda næstu sjö árin en leigufjárhæðin fyrir þyrlurnar þrjár er í heild rúmir átta milljarðar fyrir árin sjö Meira
Fjölbreyttir viðburðir eru í boði fyrir fjölskyldufólk á höfuðborgarsvæðinu í páskafríinu. Búast má við að margir leggi leið sína í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og til viðbótar við hefðbundna afþreyingu þar verður gestum boðið upp á páskaeggjaleit í Fjölskyldugarðinum dagana 16 Meira
Ríki og borg sömdu um það 2013 að sett yrðu upp aðflugsljós við enda austur/vesturbrautar Reykjavíkurflugvallar • Tólf árum síðar eru þau ókomin • Ljósin mögulega hluti upplifunar Meira
Gamla íbúðarhúsið á Stóruvöllum er eitt merkasta hús Þingeyjarsveitar • Byggt á árunum 1889-1891 og haldið við allt til dagsins í dag • Mikill áhugi í sýslunni á endurgerð gamalla húsa Meira
Vorhreinsun Reykjavíkurborgar er í fullum gangi, að því er fram kemur í tilkynningu á heimasíðu borgarinnar. Vorhreinsunin hófst í mars en helstu göngu- og hjólaleiðir eru í forgangi. Hreinsunin er komin vel af stað og er nú komið að húsagötum Meira
Reiknað með að skipið fari utan í júní • Ekkert tilboð barst frá íslenskum fyrirtækjum í verkefnið Meira
Faxaflóahafnir hafa unnið að orkuskiptum ökutækja á undanförnum árum. Í lok árs 2024 voru 19 af 28 ökutækjum fyrirtækisins svokölluð hreinorkutæki. Skipti yfir í rafmagn hafa þýtt að innkaup á eldsneyti hafa dregist saman um 43% á milli áranna 2021… Meira
Wikborg-Rein hefur rýnt í breytingar á veiðigjaldi uppsjávartegunda fyrir SFS • Telja meðalverð í Noregi ekki endurspegla aflaverðmæti í hverri löndun allra skipa • Andstætt leiðbeiningum OECD Meira
Safnskipinu Óðni verður siglt frá Reykjavík til Ólafsvíkur í tilefni af sjómannadeginum í ár. Farið verður úr Reykjavík að kvöldi fimmtudagsins 29. maí og haldið vestur, þangað sem er 7-8 tíma sigling Meira
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom til Frakklands í gær til viðræðna við evrópska embættismenn • Yfirmaður kjarnorkueftirlits SÞ segir að Íranir ráði yfir búnaði til að setja saman kjarnorkuvopn Meira
Þessi 14 ára piltur liggur á sjúkrahúsi einu í Keníu með alvarlega áverka á fæti eftir að hafa verið bitinn af snáki á heimili sínu. Snákurinn kallast á ensku „puff adder“ en á íslensku hefur tegundin verið kölluð hvæsir eða blísturnaðra Meira
Joe Biden fv. Bandaríkjaforseti sparaði ekki stóru orðin í fyrsta opinbera ávarpi sínu eftir að hann yfirgaf Hvíta húsið. Ræðuefnið var ný ríkisstjórn Donalds Trumps forseta og embættisverk hennar til þessa Meira
Vestræn vopnakerfi hafa reynst misvel í átökunum í Úkraínu. Á sama tíma og orrustuskriðdrekinn Leopard 2, sem gjarnan er talinn stolt þýska hersins á okkar tímum, hefur fengið svo gott sem falleinkunn á vígvellinum, hafa eldri vopnakerfi sem fyrst… Meira
Stóru fréttirnar úr heimi veitingastaðanna í dag eru að stjörnukokkurinn Sigurður Laufdal hefur ákveðið að venda sínu kvæði í kross að nýju og opna nýjan veitingastað í hjarta borgarinnar. Staðurinn ber heitið Lóla og er til húsa í Hafnarhvoli að Tryggvagötu 11 þar sem veitingastaðurinn Anna Jóna var áður til húsa. Meira
Fimm frummyndir, stórar vatnslitamyndir, úr leiðangri Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar 1752-1757, sem fjallað er um í máli og myndum í ferðabók þeirra, eru loks komnar í leitirnar eftir að hafa verið afskrifaðar um langt skeið Meira