„Besta kveðjugjöfin“

Helena hættir á toppnum eftir 4:0 bikarsigur KR á Val.
Helena hættir á toppnum eftir 4:0 bikarsigur KR á Val. Ragnar Axelsson

Helena Ólafsdóttir fékk vægast sagt fína kveðju frá stúlkunum sínum í KR með bikarsigrinum gegn Val en leikurinn var síðastu leikur Helenu sem þjálfara liðsins.

„Þetta var mesta og besta gjöfin sem þær gátu gefið mér og ég er ofsalega stolt af þeim og af þeim yfirburðum sem þær sýndu gegn Val í dag. Í dag sást sá vilji sem einkennir liðið og sýnir hvað hægt er að gera ef það tekst að halda slíkri stemmingu innan liðsins en því miður vantaði aðeins upp á það í nokkrum deildarleikjum í sumar.“

Helena ætlar að einbeita sér að einkaþjálfun næsta árið en útilokar ekki endurkomu í þjálfun ef missirinn reynist henni of mikill. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka