KR bikarmeistari 2008

Margrét Lára og Hólmfríður eigast við í úrslitaleiknum.
Margrét Lára og Hólmfríður eigast við í úrslitaleiknum. mbl.is/Eggert

Kvennalið KR gerði sér lítið fyrir og sökkti Íslandsmeisturum Vals í Visa bikarúrslitaleiknum sem lauk í þessu. 4:0 varð lokastaðan og eiga þær það fyllilega skilið enda viljinn einfaldlega mun sterkari hjá Vesturbæjarstelpum.

Hólmfríður Magnúsdóttir klárlega maður leiksins með þrjú mörk og Hrefna Huld skoraði fjórða og síðasta mark KR.

Valsstúlkur komu brattar til leiks í fyrri hálfleik en voru ekki svipur hjá sjón í þeim síðari. 

Aðstæður ágætar miðað við umhleypingasaman september mánuð á Fróni. Nokkuð hvasst en glittir í sólskin. Völlur þó nokkuð blautur.

Byrjunarlið Vals: Randi Wardum, Sif Atladóttir, Pála Marie Einarsdóttir, Ásta Árnadóttir, Vanja Stefanovic, Katrín Jónsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Sif Rykær, Sophie Andrea Mundy.

Byrjunalið KR: María Björg Ágústdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Olga Færseth, Edda Garðarsdóttir, Guðný Guðleif Einarsdóttir, Þórunn Helga Jónsdóttir, Fjóla Dröfn Friðriksdóttir, Hrefna Huld Jóhannesdóttir, Embla Sigríður Grétarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir. 

Valur** 0:4 KR* opna loka
90. mín. Valur** fær hornspyrnu
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka