Sviðsljós

Gunnlaugur ráðinn til SÝNAR

Gunnlaugur í góðum gír

"Ég er mjög spenntur á að takast á við nýjan starfsvettvang og að geta víkkað umfjöllun um Formúlu 1 til muna. Það verða margar spennandi nýjungar á Sýn, sem verið er að leggja grunn að þessa dagana", segir Gunnlaugur Rögnvaldsson sem sér framvegis um beinar útsendingar frá Formúlu 1 kappakstrinum á Sjónvarpsstöðinni SÝN.

"Ég hef gengið með ýmsar hugmyndir í maganum sem ekki hefur verið hægt að útfæra til þessa á Íslandi, en það er hugur í Sýnar-mönnum. Við munum heimsækja ökumenn, lið og mótsstaði á árinu og kynda hressilega undir byrjun tímabilsins með þáttum um undirbúning keppnisliða fyrir tímabilið. Taka púlsinn og vera á staðnum. Þá stendur til að virkja áhorfendur meira í umfjöllun um Formúlu 1 og skapa stemmningu þar að lútandi um land allt með gestum í sjónvarpssal, viðtölum út á landi og leikjum ýmis konar. Ég lýsi hér með eftir áhugasömum börnum,unglingum, konum og körlum til að taka þátt í herlegheitunum", segir Gunnlaugur.

Útsendingarnar á Sýn verða í náinni samvinnu við vefsetrið www.kappakstur.is, sem verður sérstakur útsendingarvefur Formúlu 1 hérlendis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Sviðsljóss klúbbur

Skráðu þig í Sviðsljóss klúbbinn og fáðu nýtt efni, funheit tilboð og margt fleira í pósthólfið þitt.