Laugardagur, 5.1.2008
Byrjaður að undirbúa þig fyrir Serbíu? "Já sko minn undirbúningur felst aðallega í því að æfa vöðvana. Ég þarf að vera mjög skorinn og verð að líta vel út ber að ofan," svarar Cerez 4 sem syngur ásamt fríðum hópi listilega vel lagið Ho, ho, ho we say hey, hey, hey sem keppir um að að taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í ár. "Hver og einn er í sínu horni að hlusta á lagið öðru hvoru. Maður verður að setja það í endrum og eins svo það gleymist ekki."
"Að vísu hitti ég Barða um daginn þegar hann var að fara Hvolsvöll í slökun að undirbúa sig andlega og hvíla sig fyrir lokasprettinn. Þar mun hann hlaða hressleikabatteríin og kemur síðan mjög hress í bæinn," segir Cerez 4 að lokum.
Breytt s.d. kl. 18:54 | Facebook