Mánudagur, 7.1.2008
Arndís Hrönn Egilsdóttir leikkona er sannfærandi í hlutverki Stínu blaðakonu í sakamálaþættinum Pressu sem sýndur er á Stöð2. Hringdi í leikkonuna og spurði hvernig hún undirbjó sig fyrir hlutverkið: "Ég fékk línur um það að hún ætti að vera ópjöttuð og bara töffari og nó búllshit manneskja. Hún er ekkert mikið að velta sér upp úr útlitinu og er straight forward. "
"Ég leitaði í svoleiðis týpur og notaði líka eitthvað frá sjálfri mér þó ég sé ekki mikið hörkutól eða svona fúl. Óskar var með ákveðna týpu í huga sem er aðeins lifuð og smá reykingalykt í röddinni hennar," segir Arndís og bætir við að hún hafi unnið með frábærum leikurum. "Það var mjög góð stemming í hópnum og mikill fókus."
Arndís leikur um þessar mundir í söngleiknum Hér og nú í Borgarleikhúsinu.
Breytt s.d. kl. 18:25 | Facebook