Þriðjudagur, 8.1.2008
Strangar æfingar fyrir Ólympíuleikana í Peking í sumar? "Já ég verð að keppa og æfa stíft til 1. maí og þá kemur í ljós hverjir komast á Ólympíuleikana. Frá maíbyrjun legg ég svo meiri áherslu á að byggja upp þol, snerpu og kraft og síðan létti ég mig svo ég geti toppað á réttum tíma en þá verð ég bæði sterk, með gott þol og í góðu jafnvægi. Þetta eru þrír mánuðir þar sem ég er mikið að lyfta og hlaupa og hjóla," segir Ragna Ingólfsdóttir badmintonkona. "Og síðan mánuði fyrir leika þarf ég að spila meira badminton og létta mig eftir að ég verð helmössuð eftir lyftingarnar. "
Skiptir mataræðið máli? "Já ég hef farið til næringafræðings og passa uppp á það og tek vítamín, bætiefni og prótein."
Ragna var valin í badmintonlandsliðið á EM í Hollandi