Sviðsljós

Minni streita og meira sjálfstraust, segir Guðjón Bergmann

Guðjón Bergmann fyrirlesari og konan hans Jóhanna

"Ég er með sjö mismunandi námskeið sem ég býð uppá í vor en kjölfestan í dagskránni hjá mér er námskeiðið "Þú ert það sem þú hugsar" sem ég byrjaði með haust 2006 og gaf út samnefnda bók," svarar Guðjón Bergmann fyrirlesari, rithöfundur og jógakennari. "Ég tala um hverju við getum stjórnað og hverju ekki þegar kemur að hugsunum okkar. Segjum svo að þú kýst að vera jákvæðari en veist ekki hvað skal gera. Ég tala til dæmis um muninn á slökun og leti og legg áherslu á ákveðnar hugarfarsbreytingar, meira sjálfstraust og minni streitu. Ég prófaði að búa til streitulaust líf og það varð hundleiðinlegt. Það var ekkert spennandi." 

Heimasíða Guðjóns gbergmann.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Sviðsljóss klúbbur

Skráðu þig í Sviðsljóss klúbbinn og fáðu nýtt efni, funheit tilboð og margt fleira í pósthólfið þitt.