Sviðsljós

Gifti sig í Birtukjól

Selma gifti sig í Birtukjól Kjólarnir hennar Birtu eru eftirsóttir

Selma er hrifin af kjólum Birtu í Júníform því hún saumar flotta og þægilega kjóla.

Æðislegir kjólar sem þú klæðist í Laugardagslögum! "Já ég hef droppað inn til Birtu Björnsdóttur í versluninni Júníform á föstudögum eða laugadögum til að finna mér kjól því kjólarnir hennar eru ofboðslega þægilegir og líka glamúrus fyrir sjónvarp. Þegar ég fer til hennar þarf ég ekki mikinn tíma til að leita mér að fatnaði eða raða saman fötum því ég hef ekki mikinn tíma til að pæla í þessu. Og ég er alltaf sátt við þá. Ég fer eiginlega alltaf til hennar. Meira að segja þegar ég gifti mig," svarar Selma Björnsdóttir söngkona og dómari í Laugardagslögum í Sjónvarpinu og bætir við: "Svo versla ég líka í KVK á Laugarveginum sem er íslensk hönnun sem hannar þægileg kvenmannsföt fyrir konur með línur."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Sviðsljóss klúbbur

Skráðu þig í Sviðsljóss klúbbinn og fáðu nýtt efni, funheit tilboð og margt fleira í pósthólfið þitt.