Miðvikudagur, 9.1.2008
Ertu með plan B til aðkomast áfram í úrslit Eurovision? "Nei það er ekki hægt að gera einhver plön í þessu. Þjóðin ræður, ég ræð engu. Ég veit þó að Dr. Spock mun standa sig æðislega svo ég kvíði engu," svarar eðalnáunginn og lagahöfundurinn Dr. Gunni.
Hvað tákna gúmmíhanskarnir hjá Dr. Spock? "Hina eilífa æsku rokksins. Eða kannski ekki. Málið með hanskana er að Finni söngvari var víst í samkvæmi fyrir einhverja tónleika með bandinu og mætti vel við skál og hafði sett á sig gulan hanska á leiðinni. Hinir strákarnir gripu þetta á lofti, enda er hanskinn einfalt en eftirminnilegt rokktrix. Síðan hefur hönskunum fjölgað og eru orðnir órjúfanlegur hluti af ímynd bandsins. Það var gulur hanski á fyrstu plötunni og bleikur á þeirri næstu. Nú eru strákarnir að vinna nýja plötu svo það hlýtur að koma grænn hanski næst."
Á heimasíðu Dr. Gunna http://this.is/drgunni/ skrifar hann eftirfarandi:
Þrautarganga mín í forvali Eurovision, aka Laugardagslögunum, hefur verið framlengd því Dr. Spock með Hvar ertu nú? keppir á móti Fabúlu og Hafdísi Huld næsta laugardag í sérstökum aukaþætti. Aðeins eitt af þessum þremur lögum fer áfram og bætist í haug laganna sem þá verða orðin 12. Það er því bráðnauðsynlegt að hringja og hringja, enda fátt meira upplagt en að eyða hundrað köllunum sínum í svona. (Hér má hlusta á snilldina og hér má sjá hana.)
Breytt s.d. kl. 21:05 | Facebook