Fimmtudagur, 10.1.2008
Hverja telur þú vera bestu og varanlegustu leiðina til að grenna sig? "Flestir þeir Íslendingar sem ætla að skera af sér ætla sér að gera það helst á einni viku. Ákvörðun er tekin að fara á megrúnarkúr sem inniheldur 800 kaloríur og fólk brennir meiri vöðvum en fitu. Hvíldarbrennslan hrynur niður og fólk endar 10 kílóum þyngra en það byrjaði. Besta leiðin til þess að létta sig varanlega er í gegnum lóðin og mataræðið. Lyftu lóðum, bættu á þig vöðvum og hækkaðu hvíldarbrennsluna í stað þess að lækka hana. Ef þú lyftir lóðum þrisvar í viku, tekur brennslu þrisvar í viku, ásamt fjölbreyttu góðu mataræði þá kemstu loksins í formið sem þig hefur alltaf langað að vera í," svarar kyntröllið og væntanlegur Eurovisionfari Egill Einarsson betur þekktur sem Gillzenegger.