Sviðsljós

Mikki Torfa fyrirmyndin í Pressu

Mikael Torfason Kjartan Guðjónsson leikari er töffari

Hver er fyrirmyndin þín í hlutverki ritstjóra Pressunnar í samnefndum spennuþætti?  "Ég veit að Óskar vildi blanda Mikael Torfasyni og Páli Baldvini saman í ritstjórann. Ég held að það hafi verið pælingin," svarar Kjartan Guðjónsson leikari sem fer á kostum í Pressunni sem sýnd er á Stöð2. "Ég veit hver Páll Baldvin er en hef aldrei hitt Mikael Torfason. Sigurjón Kjartans sagði að ætti að vera með lappirnar uppá borði eins og ritstjórar gera. Það var mjög gaman í tökunum. Þorsteinn Backmann og ég áttum mjög erfitt með okkur fyrstu dagana því við höfðum ekki leikið samam í 10 ár og vorum alltaf að djóka og losa um á milli þess sem tökur fóru fram með bröndurum þannig að Óskar var farinn að áminna okkur tvo því við áttum að vera alvarlegir."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Sviðsljóss klúbbur

Skráðu þig í Sviðsljóss klúbbinn og fáðu nýtt efni, funheit tilboð og margt fleira í pósthólfið þitt.