Mánudagur, 14.1.2008
Fjölnir ásamt foreldrum sínum.
"Nýja árið leggst mjög vel í mig. Ég er bara á fullu í tamningum. Þetta er árið mitt og þitt! Það þýðir ekkert annað en vera brattur," svarar Fjölnir Þorgeirsson kyntröll með meiru. "Ég er ennþá að reka tamningastöð á Ingólfshvoli og er að þjálfa 24 hesta, sem er hlutastarf, og svo rek ég fréttamiðilinn hestafrettir.is ásamt því er verið að teikna fyrir mig sumarbústaði í Galtalæk en ég á 22 lóðir þar. Þú getur séð meira um það á galtalækur.is. Hvert sem þú lítur - norður, austur, suður eða vestur þar birtist málverk alls staðar í kring frá náttúrunnar hendi. Þetta er æðislegur staður. En nú er landsmót framundan og mikið að gerast í hestamennskunni. Þannig að ég þarf að vera skipulagður."
Breytt s.d. kl. 22:00 | Facebook