Sviðsljós

Leitin stendur enn yfir

Gulli er svaka sætur og hress

Ertu búinn að finna pör í þáttinn þinn? "Nei en það verður gert um helgina, í síðasta lagi á mánudaginn," svarar Gulli Helga stuðbolti sem stýrir þættinum Hæðin sem sýndur verður á Stöð 2 í mars. Hvernig fara þessi próf fram? "Fólk verður látið hlaupa, kasta bolta í körfu. Nei, nei, það er verið að "casta" í bíómynd, það er ekkert flóknara en það. Saga film er með einhverja formúlu." Þarf parið að þora að koma nakið fram? "Nei það þarf ekki að þora að koma nakið fram því þegar það kemur nakið fram þá veit það ekki af því," svarar Gulli og hlær og bætir við: "Ég er að fíflast í þér. Það eru myndavélar á stöðum sem þau hafa ekki hugmynd um. Nei svona í alvöru þá þarf fólk ekki að koma nakið fram."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Sviðsljóss klúbbur

Skráðu þig í Sviðsljóss klúbbinn og fáðu nýtt efni, funheit tilboð og margt fleira í pósthólfið þitt.