Sviðsljós

Syngur án Birgittu

Magni og Birgitta saman á útgáfutónleikunum hennar

"Ég er hálfur maður án prinsessunnar af því hún er á Ítalíu," svarar Magni aðspurður um lagið "Núna veit ég" eftir Hafdísi Huld sem hann ætti undir venjulegum kringumstæðum að syngja ásamt Birgittu Haukdal í Laugardagslögum um helgina. "Það gleymdist að segja okkur að það væri undanúrslitakeppni. Ég ætla að reyna að vera sætur og bara reyna að gera þetta einhvernveginn einn. Ef ég kemst áfram þá verður Birgitta með mér í úrslitunum og það skal tekið skýrt fram. En ég verð með frábærar bakraddir með mér, landsliðið í röddurum þannig að ég fæ hjálp. Svo reyni ég að gera þetta almennilega. Það kom til tals að annar myndi syngja lagið með mér en það yrði allls ekki fair."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Sviðsljóss klúbbur

Skráðu þig í Sviðsljóss klúbbinn og fáðu nýtt efni, funheit tilboð og margt fleira í pósthólfið þitt.