Föstudagur, 18.1.2008
"Stundum raðast hlutirnir upp í lífi manns svo einkennilega vel að það er varla hægt að kalla tilviljanir, skildi þetta allt vera fyrirfram ákveðið?" spyr Kolfinna Baldvinsdóttir á léttu nótunum og segir: "Á föstudagseftirmiðdeginum tökum við upp fyrsta þáttinn af "Mér finnst" sem á eftir að umturna öllu hér á landi, að ég held. Konur að tala hispurslaust um allt á milli himins og jarðar, geturðu ímyndað þér? Allar þessar flottu konur koma í kokteil til okkar klukkan fimm í dag og eftir örlítið hvítvín með þeim vill svo einkennilega til að mér hefur verið boðið í "kvenna" partí um kvöldið og líka laugardagskvöld. Sannkölluð "kvenna" helgi. Ætli afleiðingarnar verði ekki þær að ég fari á fullu að leita mér að "karla" félagsskap, en ég spyr mig þó, hvernig stendur á öllum þessum "kvenna" partíium? Nenna konur ekki að skemmta sér með hinu kyninu? Hélt satt best að segja að það væri mesta fúttið. Verð þó að viðurkenna að konur geta orðið alveg galnar í svona partíum, myndast einhver ótrúleg dynamík sem tryllir mann og annan."
Breytt s.d. kl. 01:20 | Facebook