Þriðjudagur, 22.1.2008
"Ég útskrifaðist úr Menntaskólanum í Hamrahlíð síðasta vor og hef ekki enn ákveðið hvað ég ætla að gera," svarar Anna Katrín Guðbrandsdóttir sem margir muna eftir úr Idol stjörnuleit þegar Kalli Bjarrni sigraði. "Ég er að vinna á leikskólanum Mánabrekku á Seltjarnarnesi sem er frábær vinnustaður. Það gengur rosalega vel. Þetta er skemmtilegasta starf sem ég hef unnið. Ég er að vinna með tveggja og hálfs til þriggja og hálfs árs börnum." Syngur þú fyrir börnin? "Já við gerum mikið af því að syngja saman. Nei, ég syng ekkert úr Idolinu heldur bara þessi gömlu góðu íslensku leikskólalög."