Miðvikudagur, 23.1.2008
Bragi sonur Bergþórs eignaðist nýverið stúlku sem heitir Marsibil.
"Það gengur rosalega vel. Hún er rétt rúmlega mánaðargömul núna. Hún heitir Marsibil í höfuðið á langömmu sinni í móðurætt," svarar Bragi Bergþórsson söngvari og sonur Bergþórs Pálssonar aðspurður um nýfædda dóttur hans og Júlíu Mogensen. "Það ríkir mikill heimilisfriður. Ég bjóst við að breytingarnar yrðu miklar en í raun hefur lítið breyst nema yndislega lítil manneskja er komin inn á heimilið," segir Bragi sem æfir um þessar mundir La Traviata í Óperunni sem verður frumsýnd 8. febrúar næstkomandi.