Sviðsljós

Bergþór Pálsson orðinn afi

Bragi ásamt föður sínum, Bergþóri

Bragi sonur Bergþórs eignaðist nýverið stúlku sem heitir Marsibil.

"Það gengur rosalega vel. Hún er rétt rúmlega mánaðargömul núna. Hún heitir Marsibil í höfuðið á langömmu sinni í móðurætt," svarar Bragi Bergþórsson söngvari og sonur Bergþórs Pálssonar aðspurður um nýfædda dóttur hans og Júlíu Mogensen. "Það ríkir mikill heimilisfriður. Ég bjóst við að breytingarnar yrðu miklar en í raun hefur lítið breyst nema yndislega lítil manneskja er komin inn á heimilið," segir Bragi sem æfir um þessar mundir La Traviata í Óperunni sem verður frumsýnd 8. febrúar næstkomandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Sviðsljóss klúbbur

Skráðu þig í Sviðsljóss klúbbinn og fáðu nýtt efni, funheit tilboð og margt fleira í pósthólfið þitt.