Sviðsljós

Ánægð ef einhver gleðst, segir Mæja listmálari

Mæja málari verður með sýningu 9. febrúar á Sólon

"Ég er á haus að vinna fyrir sýninguna mína á Sólon 9. febrúar," svarar Mæja listmálari og segir: "Þar verða stórar akrylmyndir því þetta er nýtt upphaf. Nýtt ár og margt búið að breytast hjá mér." Málar þú ennþá álfa? "Já, ég mála álfa eða meira svona ævintýrapersónur. Það eru brjálaðir litir í gangi og alls konar föt og froskar og hænur og kisur og töfrasprotar. Skemmtileg ævintýri."

Skærir litir lýsa upp skammdegið ekki satt? "Já fallegir litir er nákvæmlega það sem allir þurfa. Miklir litir og grænir hólar á hverju einustu mynd. Engin árstíð. Alltaf heitt og bjart. Ef einhver horfir á mynd eftir mig og brosir þá er ég rosalega ánægð."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Sviðsljóss klúbbur

Skráðu þig í Sviðsljóss klúbbinn og fáðu nýtt efni, funheit tilboð og margt fleira í pósthólfið þitt.