Fimmtudagur, 24.1.2008
Sigurlaug Jónsdóttir þula ætlar að borða nammi og horfa á RÚV, nema hvað.
"Helgin hjá mér verður kósý," svarar Sigurlaug Jónsdóttir sjónvarpsþula og heldur áfram: "Ég ætla í ræktina, borða góðan mat og nammi. Taka til eftir mikla vinnutörn og kveikja á kertum og horfa á góða kvöld dagskrá á Rúv. Fara út að leika í snjónum með strákunum mínum og vonandi hitta vinkonurnar. Draumahelgin mín er skíðaferð á Ítalíu með fjölskyldu og vinum. Skíða á daginn, borða góðan mat og heitir pottar og annað snyrtistofu dekur á kvöldin."
Breytt s.d. kl. 16:30 | Facebook